Old Trafford

Old Trafford er náttúrulega mekka fótboltamannsins. Ferðin var hreint æðisleg og klárt að ég á eftir að fara aftur. Grin

Við fórum strax á föstudagskvöldið í smá "túr" um miðbæinn til að skoða helstu staði nú eða verslanir fyrir þá sem það vildu vita. Ekki dugði það okkur hjónunum til því við "villtumst" eða öllu heldur fundum ekki tiltekna verslun á sunnudagsmorgun en það gerði svo sem ekkert til vorum ekkert í verslunarferð. Mér finnst það alla jafna frekar leiðinlegt þ.e. að versla en það virðist samt einhvern veginn fylgja þegar maður er í útlandinu. Keypti svolítið á Jódísi Jönu og það var látið duga.

Um kl. 2 á laugardeginum var svo haldið á Bishop sem er bar okkar Man.Utd. manna/kvenna og verð ég að segja að ekki myndi þetta virka í firðinum kæra. Örfá borð voru en hins vegar stóðum við eins og sardínur í dós með ölflösku og kyrjuðum söngva. Hvatningarsöngva um einstaka leikmenn, liðið í heild og svo voru sungnir níðsöngvar um Arsenal og Liverpool svo eitthvað sé nefnt.

Við hjónin fórum svo á göngu um hverfið og kíktum í Megastorið þeirra Manchester manna sem var fínt en krökkt af fólki.

Leikurinn hófst svo kl. 17:15 og við á fremsta bekk. Omægod það var frábært ég gat nánast klipið í rassinn á John O Shea og Louis Saha þegar þeir voru að hita upp og öllum hinum sem tóku innkast við hliðarlínuna slík var nálægðin. JoyfulW00t

Ég verð þó að játa það að ég varð fyrir miklum vonbrigðum þegar ég sá að Ryan Giggs var ekki í hópnum en hann hefur verið minn maður í gegnum árin. En það þýðir bara að ég VERÐ að fara aftur.Wink

Við unnum að sjálfsögðu Arsenal 4-0 og gleðin takmarkalaus.

Á sunnudeginum kíktum við yfir í nágrannasveitarfélagið og skoðuðum Bítlasafnið sem er mjög skemmtilegt - líklega það eina sem er áhugavert í því sveitarfélagi. Tounge

Ég set inn myndir við fyrsta tækifæri.

Í bili.......

Bjarkey


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband