Starfsþjálfun

Hef dvalið hér á Akureyri þessa vikuna í starfsþjálfun hjá námsráðgjafanum hér í Háskólanum.

Hef setið nokkur viðtöl með henni, tekið sjálf eitt símaviðtal og er að skipuleggja framhaldið með þeim aðila sem ég ætla að hitta í þrjú skipti. Það er svolítið öðruvísi að sitja með fullorðnum en börnum í námi og hjálpa til við skipulagningu á náminu, námstækni, ræða frestunaráráttuna og allt hvað það nú er. En ótrúlega áhugavert.

Hef líka setið fundi með námsráðgjafanum og er að fara á einn slíkan nú á eftir.

Ég hef lesið ógrynni af efni sem tengist námstækni og prófkvíða og stefni á að setja saman örnámskeið í námstækni fyrir nemendur mína fyrir næsta vetur. Það er áskorun að aðlaga efni á milli ólíkra aldurshópa og er ég sífellt að hugsa hvernig ég yfirfæri það sem ég er nú að læra á minn starfsvettvang.

Í bili...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband