Mannfólkið viðrað

SmileJá það kom aldeilis fiðringur í minn kæra þegar hann leit út um eldhúsgluggann í þann mund sem við vorum að sötra morgunkaffið í gærmorgun. Það var einhver glampi í augunum sem tengdist ekki hversu morgunbjört og fögur ég var - mér fannst það nokkuð ljóst.

Það var ákveðið að slengja sér út með ferfætlingana á Skeggjabrekkudal og bleita í belti eins og hann komst að orði. Ég keyrði á eftir honum með hundaskarann og við röltum svo af stað stelpurnar en hann kíkti á dalinn til að athuga færðina. Bauð mér á sleðann, svona til að sefa samviskuna yfir því að ég gekk með hundana upp brekkuna, eða kannski var ég bara svona illa haldin að hann hefur séð ástæðu til að hirða mig upp. Blush

Alla vega þá voru tíkurnar ekki alveg á því að elta "foreldrana" sem sátu á snjósleða og léku sér. Þær létu okkur bíða eftir sér og fóru fjallabaksleið en við stopp og farin að gala eftir þeim. Úr varð að ég rölti og hann lék sér svolítið en það var svo sem enginn snjór á dalnum og lítið hægt að keyra. Tíkurnar fengu þó að prófa að sitja með "pabba" á sleðanum og þótti það misskemmtilegt.  Sick

Hins vegar voru nokkir að leika sér á Ólafsfjarðarvatni bæði á sleðum og hjólum enda eini staðurinn þar sem einhver almennilegur snjór var en mikið svell undir. Spurning að moka vatnið og bjóða upp á flóðlýsingu á alvöru skautasvelli.Whistling

Nú þegar heim kom hélt hin hefðbundna afneitun áfram og ég setti á eina tertu sem við gúffuðum svo í okkur í gær og í dag. Horfði á mína menn í Man. Utd. vinna Reading í frekar slökum leik að mér fannst.

Nú ég er líka með einhverskonar frestunaráráttu varðandi námið. Ætlaði í gær og aftur í dag að vera svakalega dugleg en gerði ekki neitt. Í staðinn skelltum við okkur í bíóið, sem ég kvartaði svo yfir hér um áramótin, á myndina sem dóttirin var búin að bíða lengi eftir.  Jódís Jana sat á milli okkar í bíóinu og lifði sig svo inn í ævintýrið að hún teygði sig í mömmu hönd og pabba og lét þau haldast í hendur - yndislegt. HeartBoðskapurinn góður og við nokkuð sátt við daginn.

Framundan er sem sagt að takast á við skólabækurnar og stemma stigu við óhollustuna í mataræðinu.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband