Komin heim

Töluverð umræða var á meðal okkar skólasystranna og Sifjar kennara um lagafrumvörpin sem nú eru til umfjöllunar á þingi og sérstaklega varðandi lögverndun á starfsheitum. Sýnist þó að um það ætti að nást pólitísk samstaða alla vega benda umræður á þingi til þess í öllum flokkum.  

Eins og manni þykir nú gaman að skreppa að heiman þá er alveg dásamlegt að koma heim aftur. Smile 

Ég lenti sem sagt á Akureyarflugvelli í gær um miðjan dag og skrapp í heimsókn til Gúlgu og Boga þar sem minn kæri þurfti að sjá fótboltaleik með einhverjum slugsum. Við brenndum svo heim og sáum frábæran fótboltaleik þar sem mínir menn í Man.Utd. fóru á kostum og gjörsigruðu Newcastle 6-0.Grin

Fór snemma í háttinn enda slæpt eftir borgarferðina og skólasetuna. Í dag vorum við svo boðin í skírnarveislu hjá Hildi Magg og Ingvari en litli snúðurinn þeirra fékk nafnið Guðmundur Árni.

Eftir veisluna var okkur ekki stætt á öðru en að viðra hundana - nú eða okkur ef því er að skipta. Maður kjagar orðið vegna ofáts og enn bólar ekkert á heilsusamlegu líferni. Veit eiginlega ekki hvar það er að finna - alla vega er ég í mikilli afneitun og held ótrauð áfram að gúffa í mig alls kyns gúmmelaði en þrátt fyrir það gengur hægt á jólakökurnar sem að sjálfsögðu má ekki fórna heldur skal allt etið.W00t

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Bjarkey.Ég rakst á bloggið þitt og það var gaman að sjá hvað þú ert að gera góða hluti.Skilaðu kveðju til tengdamömmu þinnar.Kær kveðja

Margrét Th 

Margrét (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband