Back to reality

Verð að blása svolítið um lélega þjónustu. Við fórum í bíó miðvikudaginn 2. janúar í Nýja bíó á Akureyri. Mist og Helgi fóru saman á mynd og við Jódís Jana ætluðum síðan á aðra mynd. Ekki vildi betur til en að vitlaus mynd var sett í og var neitað um að skipta þar sem 15 mín. tæki að þræða. Ég spyr nú bara eru þeir með gömlu græjurnar úr Tjarnarborg? Þvílíkur dónaskapur maður er að keyra úr öðru byggðalagi en býr ekki í næstu götu og getur skroppið í bíó anytime. Angry Ekki hafði barnið gaman af því sem boðið var uppá svo við fórum í fússi út og "lögðumst uppá" Pálínu og Boga meðan Mist og Helgi sáu sína mynd.

----------------------------------------------------------------------------

Þrátt fyrir að maður hafi nú ekki legið á meltunni yfir jól og áramót þá varð ég að klæða mig mun fyrr í morgun en marga undanfarna morgna.Gasp Fyrsti skóladagurinn hjá okkur kennurunum var í dag og byrjaði með morgunspjalli við samstarfsmenn og síðan tók við undirbúningur fyrir næstu viku.

Í hádeginu fór ég svo á súpufund með Steingrími Joð og Þuríði sem var ágætlega sóttur. Strax klukkan eitt var svo fundur með Ingvari Sigurgeirssyni vegna þróunarverkefnis grunnskóla Fjallabyggðar og komu kennarar frá Sigló til okkar í þetta sinn.

Við skiptumst á skoðunum og sögðum frá því sem prófað hefur verið á báðum stöðum og ljóst að margt hefur safnast í sarpinn fyrir komandi skólaár sem og framhaldsvinnu í námsmati.Smile

Að skóladegi loknum skaust ég til mömmu og þaðan fór ég og sótti dóttur mína sem var hjá bekkjarfélaga að leika.

Í næstu viku fer ég í starfskynningu hjá Reyni ráðgjafarstofu en það er hluti af náminu okkar í náms- og starfsráðgjöfinni. Seinni hluta vikunnar verð ég svo í borginni að innbyrða meiri visku af hálfu kennaranna í HÍ.

Nú lilla mín verður 9 ára á föstudaginn og ætla hún og pabbi hennar að halda pizzupartý þá en "fullorðins" kaffi verður svo þegar mamman skilar sér heim á laugardaginn.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilegt ár Bjarkey mín, er þetta síðasta skólaárið í bili ? Ertu ekki farin að finna fyrir námsleiða ?

Les á blogginu að allt gangi vel og vona svo sannarlega að það haldi áfram. Já við eigum víst dömur sem eiga sama afmælisdag, 11. janúar en það eru 12 ár sem skilja þær að.

Njóttu lífsins mín kæra og góða skemmtun hjá sálunum, Helga Dögg

Helga Dögg (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 22:06

2 identicon

Sæl Helga mín og gleðilegt ár.

Já það er þetta með skólann. Ekki er það svo að um síðasta skólaárið sé að ræða. Fæ reyndar diplomu í náms- og starfsráðgjöf í vor en hef hugsað mér að klára meistaraprófið í beinu framhaldi. Hvort ég endist veit ég ekki. Vissulega eru stundir þar sem ég hugsa "ekki meir" en það er með þetta eins og barnsfæðingarnar maður gleymir svo fljótt þar sem uppskeran er svo yndsleg.

Bjarkey (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband