Aðalfundur kjördæmisráðs

Það er ekki ofsögum sagt að mikið hafi verið á sig lagt vegna kjördæmisþings Vinstri grænna í Mývatnssveit nú um helgina. Ég fékk far með félaga mínum úr stjórninni síðdegis í gær austur en stjórnarfundur var kl. 17 og stóð til kl. 23:45 með matarhléi. Ekki hafði nú verið ætlunin að hafa hann svona langan en það var bara svo skemmtilegt. Fólk hélt svo áfram að spjalla mislangt fram eftir nóttu.

Í morgun var svo farið að hafa áhyggjur af mætingu vegna veðurs sem ekki var alls staðar jafn "gott". En að sjálfsögðu mættu félagar ágætlega og var fundurinn ljómandi góður. Tveir nýjir stjórnarmenn voru kosnir, formaður UVGA, Jan Erik og Klara Sigurðar, (systir Þormóðs) að öðru leiti er stjórnin óbreytt. Við héldum svo heim á leið rúmlega þrjú en þá var veður orðið frekar leiðinlegt og sáralítið skyggni. Tveir bílar útaf í Víkurskarði og einn lítill fastur á miðjum vegi.

Ég ákvað að stoppa á Akureyri þegar við loksins komum þangað og bíða veðrið af mér en það var afleitt frá Akureyri til Dalvíkur en mun betra hér heima. Ég lagði svo af stað um kl. 21 en það var sama skítaveðrið og var ég hundlengi á leiðinni. Helgi minn og Rikki komu á móti mér og hittumst við við Stærri Árskóg þar sem bruninn varð fyrr í kvöld. Þar var veður orðið ágætt en þá kom að næstu hindrum sem var spýja sem fallið hafði við Sauðanes. Við vorum búin að atast stutt í henni þegar mokstursbíllinn kom og vorum við komin heim um kl. 22:30.

Langt síðan ég hef lent í eins slæmu ferðaveðri enda í rauninni ekkert ferðaveður og asnaskapur að leggja út í slíkt.

Ályktanir fundarins má finna á heimasíðu VG vonandi á morgun eða strax eftir helgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband