Framhaldsskóli í Ólafsfirði

Í heimsókn til Ólafsfjarðar komu á þriðjudaginn var fulltrúar menntamálaráðuneytisins. Tilefnið var að kynna sér staðhætti vegna staðsetningar á framhaldsskóla í Ólafsfirði. Ætlunin er að kennslan fari einnig fram á Dalvík en þar er til húsnæði sem hægt er að nýta að einhverju leyti. Enda má segja að nýjar leiðir séu til náms með aukinni tækni sem nota beri.

Næst er að gera skoðanakönnun í sveitarfélögunum sem að skólanum standa Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð þar sem áhugi foreldra og nemenda verður kannaður. Ætlunin er að hafa mikið samstarf við atvinnulífið í sveitarfélögunum þar sem áhugi er m.a. á starfsnámi.

Mikil bjartsýni er og gert er ráð fyrir að skólinn taki til starfa um leið og Héðinsfjarðargöng opna haustið 2009.
Ekki spurning að þetta er mikilvægt fyrir byggðalögin þar sem unga fólkið verður þá lengur heima og setur sinn svip á bæjarlífið auk þess sem aukin og fjölbreyttari atvinna skapast á svæðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessuð.

Framhaldsskóli út með firði er eitthvað sem ég hef ekki góða tilfinningu fyrir. Þegar ég spurði nemendur út í slíkan skóla fyrir nokkrum árum voru þau ekki yfir sig hrifin. Margir svöruðu því til að þeir væru fegnir að komast úr umhverfinu og kynnast nýjum krökkum og blanda geði við aðra en þá sem hafa verið samferða þeim frá blautu barnsbeini. Það má vera að viðhorfsbreyting hafi átt sér stað.

Það verður gaman að fylgjast með hvernig gengur, allt veltur þetta á vilja nemendanna.

Kveðja Helga Dögg

Helga Dögg (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 12:43

2 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Glæsilegt Bjarkey, til hamingju með það . Við erum líka að fá framhaldsskóla hér í Mosfellsbænum. Er búið að ákveða áherslur nýs skóla?

Herdís Sigurjónsdóttir, 7.9.2007 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband