Springur á bifreiðum í dag?

Skilst að ég hafi hlotið þann "heiður" að komast í Moggann eða öllu heldur vísun í bloggið mitt. Gasalega skemmtilegt en ég kaupi nú blaðið ekki enda lítill tími til að lesa en stefni samt á að kaupa mér helgaráskrift í vetur þar sem ég fæ Fréttablaðið eða Blaðið ekki nema ég komist í búðina fyrir hádegi, því ekki er það borið út til okkar Ólafsfirðinga.

Komst á lokatónleika Berjadaga í gær og voru þeir hreint frábærir eins og þeirra er von og vísa. Mér fannst, að öðrum ólöstuðum, Ari vera magnaður á fiðluna. Mér þótti vanta ungt fólk til að hlusta á unga fólkið sem er að spila flotta klassík.

Fórum á Sigló í morgun á námskeið hjá Ingvari Sigurgeirs um fjölbreytt námsmat sem er þróunarverkefni hjá skólum Fjallabyggðar næstu tvö árin. Þetta var fyrri dagurinn og var hann mjög áhugaverður. Þær komu einnig tvær stöllur úr Hrafnagilsskóla og sögðu frá því sem þar er verið að gera en sá skóli er í svipaðri vinnu og við erum að hella okkur útí.

Við erum svo heppin að hér er vel mannaður skóli og engin vöntun á starfsfólki. Hins vegar finnst manni, eftir að hafa setið svona námskeið, að launin séu allt of lág fyrir alla þá vinnu sem nú bætist við og tíminn lítill.

Annars lentum við í smá ævintýri á leiðinni, vorum 22 á fimm bílum og það sprakk á einum þeirra við Brúnastaði. Það er eitthvað sem kemur orðið sjaldan fyrir og okkur þótti það skondið að það var bíll bifvélavirkjans sem varð fyrir því og varadekkið loftlaust. Ég get sagt ykkur það að konan hans varð að vonum ekki kátDevil en við gátum skipt þeim sem í bílum voru í næstu bíla og málið reddaðist. Hann var svo búinn að redda bílnum þannig að hún keyrði heim þegar námskeiðið var búið þar sem kagginn beið við Brúnastaði.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Þarna sannast þetta enn og aftur...rafvirkinn og rafmagnið,,,smiðurinn (Elli minn) og frágangurinn,,,bifvélavirkinn og bílarnir.... ég er alltaf svo fegin að vera ekki gift sálfræðingi

Herdís Sigurjónsdóttir, 24.8.2007 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband