Berjablámi

Það segir mér fólk sem komið hefur í Höllina þessa vikuna að hér sé allt fullt af berjum. Ekki hef ég haft tök á því að fara í berjamó en á Skeggjabrekku þar sem ég viðra hundana mína hef ég rölt aðeins og kíkt og tek undir það að vel er af berjunum. Fór síðast í morgun og tíndi í munninn þar sem ég og minn kæri gengum í dýrindis veðri með ferfætlingana.

Berjadagar eru hér þessa helgi og metnaðarfull dagskrá að vanda sem lýkur í kvöld með berjabláum tónum.

Kennarar og starfsfólk hittist hjá stýrunni á föstudagsmorgun og var gaman að hitta liðið, bæði "gamalt" og "nýtt" og hrista hópinn aðeins saman. Ekki var hægt að fara í skólana þar sem viðhald stendur enn yfir og lýkur ekki fyrr en í næstu viku. Við verðum á Sigló á mánud. og þriðjud. á námskeiði um fjölbreytt námsmat sem Ingvar Sigurgeirsson leiðir hjá skólunum í Fjallabyggð. Mjög spennandi sérstklega þar sem ég er lítið hlynnt hinum hefðbundnu prófum og slíku námsmati enda tel ég það ekki mæta nemendum í nútímaþjóðfélagi.

En ég er spennt að fara með krakkana "mína" í gagnfræðaskóla húsið og sjálf að skipta um vinnustöð. Verð að vísu álíka mikið í báðum skólahúsum og þykir mér það gott.

En ég eins og Herdís skólasystir þarf að kaupa mér nýja tölvu, ekki fartölvu heldur borðtölvu og vildi helst makka en minn kæri vill það ekki. Sá fyrir mér makka með flatskjá og innvolsið þar en ekki auka box við hliðina eins og fylgir pc. Hef aldrei unnið á makka en tel þær betri til myndvinnslu og grafíkin flott en hvað veit ég?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Berjaferð, hljómar vel. Merkilegt ég gleymi því alltaf að það er líka hægt að fara í berjamó hér fyrir sunnan.

Tölvumál. Niðurstaðan fékkst eftir mikla skoðun á því máli. DELL með góða tölvugrafík og 17" skjá því ég er orðin svo gömul og er ekki mikið að þvælast með hana í strætó .. fæ bláu DELL-una mína afhenta eftir helgi. Svo er hún líka með myndavél, góðum hátölurum og míkrafón og því verður ekkert mál að spjalla við stóra bróður í Ameríkunni á Skype.

Herdís Sigurjónsdóttir, 19.8.2007 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband