Bandýmót

Hér í Ólafsfirði er árlega haldið bandýmót og var það áttunda haldið nú um helgina. Liðin voru 18 og stemmingin aldrei meiri. Við hjónin kepptum fyrir tvö lið, Höllina, skólann og sparisjóðinn. En vegna velgengni Hallarinnar þá tókst okkur ekki að spila nema einn leik með skólanum og sparisjóðnum.

Höllin kom sá og sigraði - lentum að vísu í öðru sæti en vorum fram til þess leiks eina ósigraða liðið. Það var nefnilega þannig að dregið var inn eitt taplið eftir hvern riðil og liðið sem vann var í raun slegið út í fyrsta leik. En við vorum ánægð með okkur og árangurinn góður í fyrsta sinn sem Höllin tekur þátt - enda ungt fyrirtæki.Smile

Klara Mist var valin besti leikmaðurinn og Höllin bestu nýliðarnir. Ekki amalegt það.

Picture 013

Stemmingin var alveg rosaleg og er þetta eins og karnival. Mikið er lagt uppúr búningum og því hvernig liðin kynna sig þegar í íþróttahúsið er komið. Þetta er svona eitt af því sem ekki er hægt að lýsa með orðum heldur þarf að upplifa.Wink

Picture 041

 

Eins og sjá má vorum við Hallarfólk dressuð úr teiknimyndinni Aladin og sá Addý mágkona um búningagerð og Jói tengdapabbi um smíði á prinsessupallinum sem Klara Mist hvíldi á. Þeir félagar, Helgi, Jóhann Heiðar, Lúðvík, Davíð og Jasmin sáu um að bera hana í íþróttamiðstöðina.

Hvet ykkur til að skoða fleiri myndir á http://olafsfjordur.is/myndir/2007/bandy07/index.htm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband