Vinstri græn enn á siglingu

mynd 

Á stöð 2 var í kvöld birt ný skoðanakönnun á fylgi flokkanna í Suðvesturkjördæmi. Sem fyrr er VG í sókn og eykur fylgi sitt verulega. Það er sem fyrr með Framsóknarmenn að þar hallar undan fæti og Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra, ekki á þingi skv. þessari könnun. 

Vinstri græn ná inn tveim mönnum, þeim Ögmundi og Guðfríði Lilju frábært fólk. Íslandshreyfingin og Baráttusamtökin mælast vart og styður það fyrri skoðun mína ef fólk vill horfa raunsætt á málin.

Sjallarnir því miður með of mikið fylgi að mínu mati en að vísu þeirra sterkasta vígi.


Sjálfstæðisflokkurinn: 43% - (38,4%)
Samfylkingin: 24,5% - (32,8%)
VG: 17,4% - (6,2%)
Framsóknarflokkurinn: 5,9% - (14,9%)
Frjálslyndi flokkurinn: 5,6% - (6,7%)
Íslandshreyfingin: 3,3%
Baráttusamtökin: 0,3%

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áfram við!!!

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 00:21

2 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Heil og sæl, ég sá að þú gerðir það sama og ég...Siv umhverfisráðherra ... hvað er þetta með okkur Siglfirðingana og Siv..........

Já þetta er svo sannarlega sigling upp hjá VG í mínu kjördæmi og enginn VG inni núna. En ég kom inn á síðuna gamla vinkona til að óska þér gleðilegs sumars. Gleðilegt sumar Bjarkey og vonandi sjáumst við fljótlega.

kveðja úr sælunni í Mosfellsbænum.

Herdís Sigurjónsdóttir, 19.4.2007 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband