offun og h-effun

Það er nú hálf broslegt þó ekki sé mér hlátur í hug að sjá þessa hringavitleysu hjá ríkisstjórninni í offun og h-effun í öllu sem þeir mögulega geta.

Eitthvað kostar það nú ríkiskassann þessi endemisvitleysa sem nú á sér stað í yfirmannaráðningum. Ekki það að Páll virðist vera tveggja starfa maki og spurning hvort greitt er samkvæmt því eða um sparnað sé að ræða. Alla vega þarf greinilega að ráða í hans stað þennan hálfa mánuð þar til offunin nær formlegri lögfestu.

Ég tel það þó að betra hefði verið að hafa formið eins og var og tala nú ekki um grunnlínukerfið og dreifingin sem að mínu viti á að vera í eigu ríkisins sem er það eina sem getur jafnað aðgang okkar landsmanna allra - ekki bara á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.

Það er svo langur vegur frá því að við njótum öll sambærilegrar þjónustu þrátt fyrir að við komum til með að borga áfram öll sömu nefskatta sama hvar við búum á landinu.

Setjum ríkisstjórnina í frí og breytum um áherslur. 

Vinstri græn í vor.

 


mbl.is Páll Magnússon útvarpsstjóri og framkvæmdastjóri Ríkisútvarpsins ohf.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband