Flokkráðsfundur

Það var mikið fjör á flokkráðsfundi Vinstri grænna um síðustu helgi en þangað flaug ég eftir vinnu og fór beint á stjórnarfund. Í kjölfarið fylgdi svo flokkráðsfundurinn þar sem farið var yfir praktísk mál og eftir kvöldmat voru svo almennar stjórnmálaumræður.

Mjög góð mæting var og fannst mér fundurinn mjög góður, umræður skorinortar - enda Kata fundarstjóri. Mikil þátttaka var í þeim og safnaðist töluvert í sarpinn fyrir laugardaginn en þá voru málefnahópar.

Ég byrjaði í landsfundarundirbúningshópnum með Svandísi sem hópstjóra en endaði í lagahópnum með Kristínu sem hópstjóra og öðru góðu fólki. Að mörgu þarf að hyggja þegar lögum flokks er breytt og nauðsynlegt að sjónarmið bæði stórra og lítilla svæðisfélaga komi þar að. Ég var því fegin að hafa sveiflað mér á milli hópa en það var umræða í landsfundarhópnum sem varð til þess að ég ætlaði að koma ákveðnum atriðum á framfæri en var svo "innlimuð" í lagahópinn.

Undir hádegi var gerð grein fyrir niðurstöðum hópanna þar sem þetta er svona innslag fyrir landsfundinn og flestir hópar verða áfram starfandi fram að þeim tíma við fíniseringar og fleiri góðar hugmyndir eiga eflaust eftir að vakna hjá svo hugmyndaríku fólki eins og Vinstri græn hafa innanborðs.

Eftir hádegi var svo fundur með Drífu framkvæmdastjóra þar sem farið var yfir ný lög um fjármál stjórnmálaflokka með formönnum og gjalkerum svæðisfélaga og kjördæmisráða.

Stemmingin var svo góð á þessum fundum og fullt af nýjum andlitum í bland við þau gömlu. Gott að fá slíkt start í komandi kosningabaráttuna framundan.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband