Stjórnarfundur

Við í stjórn kjördæmisráðs Vinstri grænna héldum fund í dag að Hótel Seli í Mývatnssveit. Það var mikið um að vera í Mývatnssveitinni eins og heyrst hefur í fjölmiðlum og Spaugstofan kom aldeilis vel inná í kvöld.

Það eru misjafnar aðferðir manna við að ná í tiltekinn "stól" á lista flokka. Einhverjir Framsóknarmenn eiga greinilega svoldinn slatta af aurum og vildu kaupa sér sæti. Cool Sem betur fer hafa þeir sett um gleraugu sem ekki skyggja á siðferðishugsanir.

Tilgangur þessa funds VG-kjördæmisstjórnar var að leggja línurnar fyrir komandi kosningar og velta upp hugmyndum með efstu frambjóðendum um hvernig haga skuli baráttunni. Svo voru að sjálfsögðu þessi praktísku mál rædd sem alltaf þarf að gera í kringum kosningar.

Alla vega þá var þetta fínn fundur og góðar umræður.

Framundan hjá mér er flokkráðsfundur um næstu helgi og 10. febrúar ákvað svo stjórn kjördæmisráðs að hittast aftur og fínpússa ýmsar áætlanir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband